Sjá tilefni til þess að funda þéttar

Læknar á Landspítalanum voru í verkfalli mánudag og þriðjudag í …
Læknar á Landspítalanum voru í verkfalli mánudag og þriðjudag í þessari viku. mbl.is/ÞÖK

Fulltrúar Læknafélags Íslands og samninganefnd ríkisins funduðu hjá ríkissáttasemjara í dag.

Þorbjörn Jónsson, formaður félagsins, segir að á fundinum hafi mest verið rætt um tækniatriði á fundinum í dag og að viðræðurnar hafi verið í svipuðum anda og á síðustu fundum. Fundurinn í dag var sá þriðji í þessari viku en næst verður fundað á mánudaginn.

Þorbjörn segir þó að ekkert tilboð sé á borðinu.

„Það er ekkert tilboð á borðinu sem verið er að vinna með. En menn sjá ástæðu til þess að hittast þéttar og hugsanlega er það merki um að málið sé í skoðun.“

Verkfallsaðgerðir lækna hófust 27. október og hafa því staðið yfir í rúmar fimm vikur. Næstu verkfallsaðgerðir hefjast 8. desember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert