Ísland ekki í þremur efstu

Íslenska kokkalandsliðið er væntanlegt til landsins í dag.
Íslenska kokkalandsliðið er væntanlegt til landsins í dag.

Íslenska kokkalandsliðið varð ekki í einu af þremur efstu sætunum á heimsmeistaramótinu í matreiðslu sem lauk í gær í Lúxemborg. Það var Singapúr sem hafnaði í fyrsta sæti, Svíþjóð varð í öðru sæti og Bandaríkin í því þriðja.

Ekki virðist liggja fyrir í hvaða sæti Ísland hafnaði enn sem komið er.

Í kokkalandsliðinu eru: Hafliði Halldórsson framkvæmdastjóri liðsins Garra, Þráinn Freyr Vigfússon fyrirliði Lava Bláa lóninu, Viktor Örn Andrésson liðsstjóri Lava Bláa lóninu, Fannar Vernharðsson VOX, Bjarni Siguróli Jakobsson Slippbarnum, Ylfa Helgadóttir Kopar, Hafsteinn Ólafsson Apótekinu, Axel Clausen Fiskmarkaðnum, Garðar Kári Garðarsson Strikinu, Daníel Cochran Kolabrautinni, Ari Þór Gunnarsson Fiskfélaginu, Hrafnkell Sigríðarson Bunk Bar og María Shramko sykurskreytingarmeistari.

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert