Fjögur skemmtiferðaskip í mars

Skemmtiferðaskip í Sundahöfn
Skemmtiferðaskip í Sundahöfn mbl.is/Ómar Óskarsson

Fjögur skemmtiferðaskip koma til Reykjavíkurhafnar í mars á næsta ári. Þetta er í fyrsta skipti sem jafn mörg skemmtiferðaskip sigla til landsins yfir vetrartímann. Ástæðan fyrir komu skipanna er ferðir til að skoða sólmyrkvann sem verður 20. mars 2015.

Sólmyrkvinn mun sjást best norðvestan við Færeyjar. Þar geta farþegar dáðst að sólmyrkvanum. Skipin leggja leið sína hingað, ýmist fyrir eða eftir þennan einstaka atburð.

Tvö af skipunum munu stoppa yfir nótt. Hin tvö stoppa yfir daginn. Þau munu liggja á Miðbakkanum og á Skarfabakka, að því er fram kemur í umfjöllun um þessar skipakomur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert