Leigja út tvær hæðir

Útvarpshúsið við Efstaleiti.
Útvarpshúsið við Efstaleiti. mbl.is/Árni Sæberg

Ríkisútvarpið er nálægt því að ganga frá leigusamningi til langs tíma, þar sem tvær efstu hæðir Útvarpshússins verða leigðar út.

Þetta hefur Morgunblaðið fengið staðfest. Búist er við að hægt verði að kynna samninginn og hver leigutakinn er í næstu viku.

Í ársreikningi Ríkisútvarpsins sem birtur var í gær kemur fram að tap á rekstrinum var 271 milljón kr. eftir skatta á síðasta rekstrarári. Í niðurlagi hans kemur fram ósk frá stjórn RÚV um að útvarpsgjald verði ekki lækkað eins og til stendur og að það renni allt til stofnunarinnar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert