Tveir á stolnum bifreiðum

mbl.is/Eggert

Tveir ökurmenn sem stöðvaðir voru af lögreglu höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi og nótt vegna gruns um fíkniefnaakstur reyndust á stolnum bifreiðum. Voru þeir vistaðir í fangageymslum. Tveir aðrir voru stöðvaðir vegna gruns um það sama. Lögreglan hafði ennfremur afskipti af tveimur ökumönnum vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis.

Tilkynnt var um að ekið hefði verið á gangandi vegfaranda, ungan dreng, í austurbæ Reykjavíkur um klukkan hálf tíu í gærkvöldi. Drengurinn var fluttur á slysadeild til aðhlyningar og reyndust meiðsli hans vera minni háttar. Slæmt skyggni og veður var á þeim tíma sem slysið varð.

Ennfremur var einum einum skemmtistað lokað vegna veru ungmenna inni á staðnum. Ungmennin höfðu fengið afgreitt áfengi inn á veitingarstaðnum. Foreldrar komu á lögreglustöð og sótt ungmennin. Þá bárust nokkrar tilkynning um hávaða í heimahúsum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert