Flutningurinn „óskiljanlegt glapræði“

Fiskistofa er í þessu húsi við Dalshrauni 1 í Hafnarfirði.
Fiskistofa er í þessu húsi við Dalshrauni 1 í Hafnarfirði. mbl.is/Árni Sæberg

Þórður Ásgeirsson, fyrrverandi Fiskistofustjóri, segir fyrirhugaðan flutning höfuðstöðva stofnunarinnar frá Hafnarfirði til Akureyrar „óskiljanlegt glapræði“.

Ekki sé um flutning að ræða, heldur hafi ráðherra í huga að leggja Fiskistofu niður, aðeins sé verið að stofna nýja Fiskistofu með nýju fólki á Akureyri.

„Við skulum vona að það takist að finna rúmlega tuttugu manns sem geta tekist á við sérhæfð og flókin verkefni Fiskistofu. Þeirra bíður ekki lítið verk, því allri uppsafnaðri reynslu, kunnáttu og þekkingu á því hvernig þessi verkefni verði best leyst, er kastað fyrir róða," segir Þórður í samtali við mbl.is.

Hann segir að í málefnasamningi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hafi því verið lofað að ríkisstjórnin myndi auka skilvirkni stjórnsýslunnar. „Þessi aðgerð gengur auðvitað þvert á þetta loforð,“ segir Þórður.

„Ég kem satt að segja ekki auga á neitt jákvætt við þessa ráðstöfnun á skattpeningum mínum og annarra og hef raunar ekki orðið var við nein haldbær rök fyrir henni af hálfu forsætis- og sjávarútvegsráðherra, sem standa á bak við þetta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert