Friðlýsti salinn í Nasa

Húsið, sem stendur við Thorvaldsensstræti 2 í Reykjavík, er einnig …
Húsið, sem stendur við Thorvaldsensstræti 2 í Reykjavík, er einnig þekkt sem gamli Kvennaskólinn við Austurvöll mbl.is/Jim Smart

Forsætisráðherra hefur friðlýst sal skemmtistaðarins Nasa við Austurvöll, sem er einnig þekkt sem gamla Sjálfstæðishúsið. Er þetta gert að tillögu Minjastofnunar.

Í tillögunni segir, að friðlýsing taki til innviða, rýmisskipunar og varðveittra hluta af upprunalegum innréttingum í sal gamla Sjálfstæðishússins í bakálmu friðlýsts húss við Thorvaldsenstræti 2.

Þar var skemmtistaðurinn Nasa til húsa frá árinu 2001 til 2012.

Mennta- og menningarmálaráðherra friðaði húsið árið 2011. Friðun nær til ytra byrðis framhússins við Thorvaldsensstræti sem byggt var árið 1878. 

Málið er nú til skoðunar hjá Reykjavíkurborg í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert