Varma dælt úr sjónum

Aðstæður fyrir sjóvarmaveitu þykja sérstaklega hagstæðar í Vestmannaeyjum.
Aðstæður fyrir sjóvarmaveitu þykja sérstaklega hagstæðar í Vestmannaeyjum. mbl.is/Árni Sæberg

Mikil aukning hefur orðið á notkun varmadæla til að draga úr raforkunotkun við upphitun húsa. Nú er verið að athuga möguleikana á því að koma upp sjóvarmadælum til að hita upp hús í þeim byggðarlögum sem hafa fjarvarmaveitur.

Aðstæður þykja sérstaklega hagstæðar í Vestmannaeyjum vegna stærðar bæjarins og aðgangs að tiltölulega hlýjum sjó sem Golfstraumurinn ber upp að suðurströnd landsins, að því er fram kemur í umfjöllun um orkuvinnslu þessa í Morgunblaðinu í dag.

Í kjölfar fræðslufunda Nýsköpunarmiðstöðvar á árunum 2009 til 2010 varð vakning í notkun varmadæla. Nú er málið komið á annað stig með því að unnið er í norrænu verkefni að athugun hitagjafa fyrir varmadælur fyrir heilu byggðarlögin í Noregi, Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Hér á landi eru átta byggðarlög með fjarvarmaveitur þar sem notuð er ótrygg orka til að hita vatnið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert