Stefán Logi krefst 7 milljóna

Stefán Logi Sívarsson mætir í dómsal.
Stefán Logi Sívarsson mætir í dómsal. -

Ríkissaksóknari hefur ákært 37 ára karlmann fyrir stórfellda líkamsárás á Stefán Loga Sívarsson föstudaginn 17. maí 2013 í Ystaseli í Reykjavík. Stefán Logi hlaut verulega áverka og krefur árásarmanninn um 5 milljónir króna í miskabætur og 2 milljónir vegna tannlæknakostnaðar. Málið verður þingfest mánudaginn næsta.

Í ákæru segir að maðurinn hafi veist með ofbeldi að Stefáni Loga, slegið og sparkað ítrekað í höfuð hans og líkama, m.a. með hafnaboltakylfu, hnúajárni og armbandsúri sem hann beitti sem hnúajárni. Maðurinn veitti Stefáni Loga höggin og spörkin er Stefán Logi stóð og einnig er hann lá á jörðinni.

Við þetta hlaut Stefán Logi brot á 11. rifbeini vinstra megin, nefbrot með hliðrun til hægri, tilfært brot í hægri augntóftarbotni í framvegg hægra kinnbeins og neðri augntóftarbrún. Þá missti hann báðar miðframtennur og báðar hliðarframtennur í efri gómi og hlaut brot í beinvef umhverfis nefndar framtennur.

Einnig hlaut Stefán Logi skurð í gegnum efri vör vinstra megin þvert í gegnum hringvöðva munnsins og upp í vinstra nefhol og inn eftir slímhimnu á miðnesinu og gegnum miðlæga nasavængsbrjóskið vinstra megin, grunna skurði á vinstri kinn og djúpan skurð á hægri kinn, tvo skurði á efra augnloki hægra megin, grunnan skurð til hliðar við hægri augntóft, tvö stór tætt stjörnulaga sár á enni, stóran skurð í vinstri eyrnablöðku og rifinn undirliggjandi brjóskvef auk aflokaðrar blóðsöfnunar undir höfuðleðri í hnakka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert