Handtakan fyrir Hæstarétti

Lögreglumaðurinn er ákærður fyrir þessa handtöku.
Lögreglumaðurinn er ákærður fyrir þessa handtöku.

Tekist verður á um það fyrir Hæstarétti í dag hvort lögreglumaður hjá embætti lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins hafi beitt viðurkenndri handtökuaðferð þegar hann handtók konu á Laugavegi í júlí 2013. Lögreglumaðurinn var í héraðsdómi dæmdur til að greiða 300 þúsund króna sekt fyrir brot í starfi.

Lögreglumaðurinn var ákærður fyr­ir lík­ams­árás vegna hand­töku á Lauga­vegi í júlí í fyrra. Dóm­ur yfir mann­in­um var kveðinn upp fyrir rétt tæpu ári, eða 6. desember 2013. Hann var dæmd­ur til greiðslu sektarinnar fyr­ir að hafa farið offari við hand­tök­una og beitt meira valdi en nauðsyn bar til. Hann var jafn­framt sak­felld­ur fyr­ir lík­ams­árás í op­in­beru starfi. 

Mynd­band af lög­reglu­mann­in­um við handtökuna fór sem eld­ur í sinu á sam­fé­lags­miðlum og var hann í kjöl­farið leyst­ur frá störf­um. Við aðalmeðferð máls­ins í Héraðsdómi Reykjavíkur sagði lög­reglumaður­inn að um fum­lausa hand­töku hefði verið að ræða.

Í októ­ber í fyrra var kon­an dæmd í 30 daga skil­orðsbundið fang­elsi fyr­ir að hrækja á lög­reglu­mann­inn sem hand­tók hana. Kon­an játaði ský­laust brot sitt fyr­ir dómi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert