Allt kerfið miðar við Hornafjörð

Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Rósa Braga

„Allt kerfið er búið að vera að vinna út frá því að Hornafjörður tilheyri umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi. Þá er ég að tala um allt frá starfsmönnum á lögreglustöðinni, nýjum lögreglustjórum og Alþingi,“ segir þingkonan Unnur Brá Konráðsdóttir um þá ákvörðun dóms­málaráðherra að sveit­ar­fé­lagið Horna­fjörður skuli til­heyra um­dæmi lög­reglu­stjór­ans á Aust­ur­landi í stað Suður­lands eins og áður hafði verið ákveðið.

Í samtali við mbl.is í gær sagði Gunnar Þorgeirsson, formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, að ákvörðunin hefði komið á óvart þar sem Horna­fjörður heyr­ir und­ir Suður­kjör­dæmi. Segir hann jafnframt að sam­hug­ur hafi verið um að starf­semi rík­is­ins á Suður­landi, hvort sem hún snýr að lög­gæslu, heilsu­gæslu eða öðru, myndi fylgja kjör­dæm­inu.

„Það var gert ráð fyrir því í fjárveitingum að lögreglan á Suðurlandi sæi um Hornafjörð,“ segir Unnur. „En mikilvægast í þessu öllu er vilji þeirra sem ætla að þiggja þjónustuna, það er Hornfirðinga sjálfa, og það hefur skýrt komið fram að þeir vilja vera Suðurlandsmegin. Það er það sem skiptir máli.“

Vinkilbeygja fyrir hádegi

Segir ákvörðunina ekki hafa legið fyrir

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert