Ríki íslams á eftir Íslendingnum

AFP

Fjölskylda íslensks kvikmyndatökumanns, sem sagður var vinna fyrir Ríki íslams (ISIS) í frétt sem birt var í gær, segir ekki möguleika á að hann myndi starfa með hryðjuverkasamtökunum. Hins vegar sé hann með myndefni undir höndum sem Ríki íslams vilji komast yfir og samtökin séu með þessu að reyna að komast að nafni hans.

Kvikmyndatökumaðurinn var í Sýrlandi í tíu daga fyrir einu og hálfu ári síðan og var þar meðal annars að fylgja eftir lækni að störfum. Eins myndaði hann í flóttamannabúðum þar. Hann var einnig við tökur á víglínunni þar sem hann var í fylgd með andstæðingum skæruliðasamtakanna. Hætti hann þar lífi sínu í að birta heiminum upplýsingar um hvernig hryðjuverkasamtök eins og ISIS vinna. Að sögn ættingja hans var meðal annars skotið á hann og félaga hans en hann hefur ekki komið til Sýrlands né Íraks síðan þá.

Að sögn ættingja hans myndi hann aldrei taka þátt í starfsemi Ríki íslams enda óttist hann samtökin líkt og flestir aðrir.

Nú er hann að störfum á öðrum vígstöðum í heiminum, fjarri stríðinu í Sýrlandi, en að mynda átök milli stríðandi fylkinga líkt og hann gerði í Sýrlandi.

Íslendingur í Ríki íslams?

Fjölmargir fréttamenn leggja sig í hættu við að birta fréttir …
Fjölmargir fréttamenn leggja sig í hættu við að birta fréttir um starfsemi Ríki íslams og annarra hryðjuverkasamtaka í heiminum AFP
AFP
Milljónir Sýrlendinga er á vergangi vegna borgarastyrjaldarinnar þar í landi.
Milljónir Sýrlendinga er á vergangi vegna borgarastyrjaldarinnar þar í landi. AFP
Sýrlenskar flóttamannabúðir
Sýrlenskar flóttamannabúðir AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert