Spurði hvort eitthvað væri að vörunni

Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksmaður Framsóknarflokksins.
Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Við höfum ætíð, framsóknarmenn, stutt Ríkisútvarpið, ætíð. Það hefur verið okkur varða á leið. En ég spyr sem gamall kaupmaður: Þarf ekki líka að hugsa um það ef eitthvað er að vörunni? Er hún á réttum stað, rétt merkt eða er eitthvað að umbúðunum?“

Svo mælti Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag vegna ásakana sem komið hafa frá þingmönnum úr röðum stjórnarandstæðinga að undanförnu við afgreiðslu fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar um að framsóknarmenn hafi þvert á fyrri yfirlýsingar ekki stutt við bakið á Ríkisútvarpinu. Hún vék ennfremur að frumvarpinu í heild og sagði margt hafa verið lagað og bætt keð því auk þess sem forgangsröðunin væri skýr.

„Margt var hér bætt og lagað og forgangsröðun var skýr hjá meiri hlutanum til heilbrigðismála, menntamála og til leiðréttingar á skuldastöðu heimilanna. Rannsóknir, vísindi og skapandi greinar voru settar í forgang og margt annað var eflt. Við bættum við til hjúkrunarheimila og í Landspítalann settum við 2,5 milljarða, sem eru 2.500 milljónir. Það var sett í hönnun, tæki og rekstur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert