Leggja til flutning fleiri stofnana

Mynd/Landhelgisgæslan

Rarik fer á Sauðárkrók, Gagnaveitan á Blönduós og rekstur skipa Landhelgisgæslunnar í Skagafjörð. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tillögum landshlutanefndar ríkisstjórnarinnar, að því er fram kemur í frétt RÚV um málið.

Í fréttinni kemur fram að kostnaður við þessar aðgerðir geti numið hundruðum milljóna. 

Tillögurnar voru kynntar á fundi ríkisstjórnarinnar síðdegis í gær og samkvæmt frétt RÚV féllu þær í grýttan jarðveg hjá ráðherrum Sjálfstæðisflokksins.

Ríkisstjórnin samþykkti í maí að skipa sérstaka landshlutanefnd fyrir Norðurland vestra til að koma með tillögur um eflingu byggðar, fjárfestinga og atvinnulífs á svæðinu. Formaður nefndarinnar er Stefán Vagn Stefánsson, oddviti Framsóknarflokksins í Skagafirði. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi og aðstoðarmaður forsætisráðherra, er einnig starfsmaður nefndarinnar.

Ítarleg frétt RÚV um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert