„Börnunum var eðlilega brugðið“

Skemmdir sjást glögglega á húsinu utanverðu.
Skemmdir sjást glögglega á húsinu utanverðu. mbl.is/ Þórður

„Það var ekki kominn reykur inn til mín en ég vaknaði við einhver hljóð og svo hringdi íbúinn í kjallaranum og sagðist ekki geta slökkt eldinn. Þá bara hringdi ég á slökkviliðið, vakti börnin og dreif alla út í bíl.“

Þannig lýsir einn af íbúum Gnoðarvogar 66 atburðarrásinni á fjórða tímanum í nótt þegar eldur kom upp í kjallaraíbúð fjölbýlishússins. Kjallaraíbúðin sem varð alelda í nótt mun mikið skemmd og var íbúi hennar fluttur á bráðamóttöku vegna gruns um reykeitrun en fékk að fara heim að lokinni skoðun.

„Börnunum var eðlilega brugðið,“ segir viðmælandi mbl.is sem er fjölskyldufaðir og á þrjú ung börn. Hann segir að greiðlega hafi þó gengið að koma þeim sem og öðrum íbúum hússins út í öruggt skjól. Fjölskyldan hafði engar eigur með sér úr íbúðinni enda segir faðirinn það hreinlega ekki hafa verið hægt.

Fjölskyldan fékk að gista hjá ættingjum í nótt. Ekki er enn ljóst hvenær íbúar hússins munu geta snúið aftur í íbúðir sínar en slökkviliðið hefur lýst þær óíbúðarhæfar vegna reyks.

„Það fyrsta sem þarf að gera er að fara og kaupa föt á börnin og koma þeim í skólann,“ segir viðmælandi mbl.is. Hann segir vissulega sérlega óþægilegt að vera heimilislaus í jólamánuðinum en virðist þó taka aðstæðum með ótrúlegu æðruleysi.

„Þetta er bara verkefni sem þarf að leysa.“

Alelda íbúð í Gnoðarvogi

Eldsupptök ókunn

Eldurinn kom upp í kjallaraíbúðinni á fjórða tímanum í nótt.
Eldurinn kom upp í kjallaraíbúðinni á fjórða tímanum í nótt. mbl.is/ Þórður
Aðrar íbúðir hússins munu óíbúðarhæfar um sinn sökum reyksins.
Aðrar íbúðir hússins munu óíbúðarhæfar um sinn sökum reyksins. mbl.is/ Þórður
Íbúðin var alelda en enn eru eldsupptök óljós.
Íbúðin var alelda en enn eru eldsupptök óljós. mbl.is/ Þórður
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert