Gögn hugsuð sem liður í lausn

Læknar og annað starfsfólk bráðamóttöku LSH.
Læknar og annað starfsfólk bráðamóttöku LSH. mbl.is/Golli

Samninganefnd lækna lagði fram gögn sem ætlað er að vera liður í lausn á launadeilu lækna við samninganefnd ríkisins á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær.

Samninganefnd ríkisins mun fara yfir gögnin í dag en áætlað er að samninganefndirnar komi saman að nýju á fimmtudagsmorgun klukkan 10.

„Okkar menn lögðu fram efni sem samningamenn ríkisins eru að skoða. Þetta er ekki heildstætt tilboð, heldur er þetta minna í sniðum, en þetta er hugsað sem hluti af lausn,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélagsins. Hann segir að fundurinn hafi verið gagnlegur og deilir sýn Kristjáns Þórs Júlíussonar, heilbrigðisráðherra, um að deilan sé ekki í hnút. „Það er fundað og því augljóslega um eitthvað að ræða,“ segir hann í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert