Hefði getað fengið barn í magann

„Ég var heppin að hafa ekki verið unglingur því á hefði ég getað fengið barn í magann,“ svona talar 8 ára stúlka um reynslu sína af því að hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi. Ósk hennar er að vera fullorðin og komast af heimilinu þar sem gerandinn býr.

Sagan er hluti af nýrri ljósmyndasýningu Ástu Kristjánsdóttur sem opnuð var í Smáralind í morgun sem er gjöf Barnaheilla – Save the Children á Íslandi til barna á Íslandi í tilefni af 25 ára afmæli samtakanna og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Myndir sýningarinnar byggja á reynslusögum íslenskra barna úr samtímanum sem upplifað hafa ofbeldi, vanrækslu, einelti eða fátækt og sýna óskir þessara barna um betra líf.

Í miðju sýningarinnar stendur óskatré þar sem börn geta skrifað óskir sínar á miða og sett í þar til gert fuglahús við hlið trésins. Foreldrar eru hvattir til að aðstoða börnin við að skoða sýninguna og að skrifa ósk sína á miða. 

mbl.is var í Smáralind í dag og ræddi við Ástu um ferlið en verkefnið vann hún í samvinnu við Barnaheill og Barnahús.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert