Jólafagnaður Hjálpræðishersins nú við Ægisgarð

Jólafagnaðurinn verður fluttur úr Herkastalanum út á Ægisgarð.
Jólafagnaðurinn verður fluttur úr Herkastalanum út á Ægisgarð. mbl.is/Árni Sæberg

Jólafagnaður Hjálpræðishersins á aðfangadagskvöld verður að þessu sinni í Tapashúsinu við Ægisgarð í Reykjavík, en ekki í í Herkastalanum við Kirkjustræti eins og verið hefur í áratugi.

Samkoma þessi hefur jafnan verið fjölsótt, til dæmis af götufólki, hælisleitendum eða öðurm sem ekki eiga þess kost að dveljast hjá ættingjum og vinum.

„Síðustu ár hafa gjarnan komið til okkar 120 til 140 manns. Salurinn í Kastalanum var einfaldlega orðinn of lítill og við tókum því fagnandi þegar einn bakhjarla okkar bauð okkur Tapashúsið fyrir þessa samkomu sem í margra vitund er alveg ómissandi,“ sagði Rannvá Olsen, kapteinn hjá Hjálpræðishernum, í samtali við Morgunblaðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert