Óveður á Snæfellsnesi

Ljósm/Þórlindur

Það er hálka og skafrenningur á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en hálka á Reykjanesbraut. Hálka er á flestum leiðum á Suðurlandi, að því er segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Holtavörðuheiðin er lokuð allri umferð og Brattabrekka er ófær. Óveður og snjóþekja er víða á Snæfellsnesi en ófært er á Fróðárheiði og Vatnaleið með stórhríð en þæfingsfærð í Heydal annars er hálka eða snjóþekja á Vesturlandi.

Bannað að aka Þröskulda

Á Vestfjörðum er ófært og óveður á Þröskuldum en þar er einnig allur akstur bannaður. Kleifaheiði er opin með þæfingsfærð og skafrenningi en einnig er þæfingsfærð á Hálfdáni, og Steingrímsfjarðarheiði sem og á sunnanverðum Vestfjörðum.

Þungfært og snjókoma er á Klettshálsi. Annars staðar er snjóþekja eða hálka, en unnið er að hreinsun. Lokað og allur akstur bannaður á Vatnsskarði og á Þverárfjalli. Það er snjóþekja og snjókoma á flestum leiðum í Húnavatnssýslum.

Flug hálka með stórhríð er frá Sauðárkróki að Hofsós og í Ketilás. Stórhríð og slæmt skyggni er í Skagafirðinum. Þæfingsfærð með skafrenningi er á Öxnadalsheiði. Hálka og skafrenningur er á Víkurskarði. Þæfingsfærð er á Hólasandi. Snjóþekja og skafrenningur á Mývatnsöræfum að Biskupshálsi og á Jökuldal en hálka og skafrenningur á Möðrudalsöræfum.

Flughálka er á Fagradal, Fjarðarheiði og frá Breiðdalsvík að Fáskrúðsfirði en hálka á Oddskarði. Snjóþekja eða hálka á velflestum vegum á Austur- og Suðausturlandi. Frá Kirkjubæjarklaustri að Vík. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert