Ráðgera veitingastað á Þingvöllum

Þingvellir.
Þingvellir. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Samhljómur virðist vera í Þingvallanefnd um að reisa veitingahús uppi á Hakinu á barmi Almannagjár, að sögn Sigrúnar Magnúsdóttur, formanns nefndarinnar.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Sigrún, að hún hafi ásamt Ólafi Erni Haraldssyni, þjóðgarðsverði á Þingvöllum, kynnt málið fyrir forseta þings, skrifstofustjóra Alþingis og forsætisráðherra.

Hún segir að verkið verði boðið út, en ekki sé ljóst hvenær ráðist verði í framkvæmdir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert