Rafmagn komið á á Vesturlandi

Horft yfir Ólafsvík.
Horft yfir Ólafsvík. mynd/Mats Wibe Lund

Vinnuflokkur Rarik lauk við bráðabirgðaviðgerð á dreifilínunni milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur um kl. 18 í kvöld, en sex staurar brotnuðu í línunni í morgun. 

Rafmagn var komið á línuna um kl. 18:10 og eiga þá allir notendur á línunni að vera komnir með rafmagn eftir því sem best er vitað, að því er segir í tilkynningu frá Rarik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert