Rafmagn komið á að hluta

Seltublandaður snjór hleðst á línur og dreifispenna.
Seltublandaður snjór hleðst á línur og dreifispenna. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Rafmagn er komið aftur á í Ólafsvík, Hellissandi og Rifi. Rafmagnstruflanir í Suður Dölum út frá Búðardal. Vinnuflokkur Rarik í Búðardal hefur hafið bilanaleit og er rafmagn komið á hjá hluta notenda.

Unnið er að bilanaleit í Miklaholts-, Eyja- og Kolbeinsstaðahrepp á Snæfellsnesi og á dreifilínunni á milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar.

Í flestum tilvikum má rekja truflanir til þess að seltublandaður snjór hleðst á línur og dreifispenna.

Uppfært kl. 10:24

Vinnuflokkur RARIK hefur fundið þrjá brotna staura í dreifilínunni milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar rétt vestan við Kirkjufell.

Rafmagn er komið á notendur frá Ólafsvík að Búlandshöfða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert