Ragnheiður vill íslensk húsgögn

Ragnheiður Elín Árnadóttir.
Ragnheiður Elín Árnadóttir. mbl.is/Bragi Þór Jósefsson

Reykjavíkurborg hefur einstakt tækifæri til þess að skipta húsgögnum í ráðhúsi Reykjavíkur, sem reyndust eftirlíkingar af hönnunarhúsgögnum, út fyrir íslenska hönnun. Þetta segir Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra á Facebook-síðu sinni.

Eins og mbl.is hefur fjallað um hefur Reykjavíkurborg ákveðið að farga fjölda stóla og sófa sem verið höfðu í ráðhúsinu allt frá því að það var tekið í notkun fyrir rúmum tveimur áratugum síðan þar sem um eftirlíkingar var að ræða af Cassina-hönnunarhúsgögnum. Framleiðandi húsgagnanna vakti athygli á málinu fyrr á árinu og krafðist þess að eftirlíkingunum yrði fargað og raunveruleg hönnunarhúsgön keypt í staðinn.

„Nú hefur Reykjavíkurborg einstakt tækifæri fyrst hún þarf að endurnýja húsgögnin í Ráðhúsinu að velja íslenska hönnun. Af nógu er að taka af fallegum íslenskum húsgögnum sem færu afar vel í því fallega húsi sem Ráðhúsið er.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert