Röskun á skólahaldi vegna veðurs

Hver lægðin á fætur annarri dynur á landinu þessa dagana.
Hver lægðin á fætur annarri dynur á landinu þessa dagana. Rax / Ragnar Axelsson

Skólahaldi í grunnskóla Snæfellsbæjar norðan Fróðárheiðar hefur verið frestað til kl. 10 hið minnsta. Er það vegna rafmagnsleysis og óveðurs. Frekari upplýsingar verða birtar á heimasíðu skólans. 

Skólahald í Húnavallaskóla fellur einnig niður í dag samkvæmt heimildum mbl.is. 

Uppfært kl. 10.06

Allt skólahald í Lýsuhólsskóla fellur niður í dag vegna veðurs og ófærðar.

Skólaakstur milli Hellissands og Ólafsvíkur fellur niður af sömu ástæðum en skólahúsin opna á hvorum stað kl. 10 og verður unnið samkvæmt hefðbundnu skipulagi þegar ekki er um skólaakstur að ræða.

Ófært um allt land

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert