Smáfuglar háðir matargjöfum

Ekki gleyma smáfuglunum.
Ekki gleyma smáfuglunum. mbl.is/Lára Halla

Fuglar sem hafa hér vetursetu eru margir mjög háðir matargjöfum. Í hópi þeirra sem fóðra fugla reglulega eru þeir Arnþór Garðarsson dýrafræðingur og Guðmundur A. Guðmundsson dýravistfræðingur sem báðir stunda fuglarannsóknir.

Arnþór fóðrar fugla við heimili sitt í austurborg Reykjavíkur. Aðallega eru það starar, þrestir og hrafnar sem koma í matinn. Hann gefur fuglunum á tvo palla nær daglega og eykur gjöfina þegar frostið herðir, að því er fram kemur í umfjöllun um matargjafir til smáfuglanna í Morgunblaðinu í dag.

Guðmundur A. Guðmundsson fóðrar fugla við heimili sitt í miðborg Reykjavíkur. Hann sagði að fuglafóður, bæði hveitikorn og maískurl, nýttist aðallega snjótittlingum. Þeir kæmu helst til borgarinnar þegar væru jarðbönn. Hann sagði að þéttbýlisfuglar eins og þrestir ætu fyrst og fremst ávexti og fíngert korn eins og sólblómafræ og sólblómakjarna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert