Svona nálgast þú sand og salt

Það getur hjálpað að sanda eða salta í þessu veðri.
Það getur hjálpað að sanda eða salta í þessu veðri. mbl.is/Golli

Eins og undanfarin ár eiga íbúar þess kost að sækja sér salt og sand á hverfastöðvar og verkbækistöðvar Reykjavíkurborgar til að bæta öryggi á gönguleiðum í sínu nágrenni og heimkeyrslum. Þetta segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Salt og sandur er aðgengilegt fyrir íbúa á eftirfarandi stöðum:

·        Hverfasstöðinni við Njarðargötu,     

·        Hverfastöðinni í Jafnaseli,

·        Hverfastöðinni á Kjalarnesi,

·        Verkbækistöðinni við Árbæjarblett og 

·        Verkbækistöðinni á Klambratúni við Flókagötu.

Hverfastöðvarnar eru opnar mánudaga til fimmtudaga frá kl. 7:30 – 17:00 og föstudaga kl. 7:30 – 15:25.

Verkbækistöðvarnar eru opnar frá  kl. 7:30-17:25 mánudaga til miðvikudaga og kl. 7:30 – 15:25 á fimmtudögum og föstudögum.

Íbúar eru hvattir til að hafa með sér ílát en einnig er mögulegt að fá poka á staðnum til að moka í. Skóflur eru við sand- og salthrúgurnar á ofantöldum stöðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert