Sýnið þolinmæði í umferðinni

Lögreglan biður fólk um að fara varlega í umferðinni í …
Lögreglan biður fólk um að fara varlega í umferðinni í dag á höfuðborgarsvæðinu mbl.is/Ómar Óskarsson

Í Reykjavík hefur verið unnið við að ryðja götur og stíga frá því á fjórða tímanum í nótt. Alls eru 25 snjóruðningstæki að störfum á vegum Reykjavíkurborgar út um alla borg en ekki hefur enn verið hægt að ryðja húsagötur heldur reynt að halda stofn- og tengigötum færum. Fólk er beðið að fara varlega og gefa sér tíma í umferðinni því það er víða mjög hált og götur orðnar þröngar vegna ruðninga.

Skiljið illa búna bíla eftir heima

Að sögn vaktstjóra í snjóruðningsdeild Reykjavíkurborgar er ekkert vit í því fyrir fólk að leggja út í umferðina á illa búnum bifreiðum enda víða mjög erfitt færi. Hann segir að það sé mjög hvasst og nefnir sem dæmi að á Ægisíðunni hafi sjór gengið yfir götuna í nótt en suðvestanstormur er á höfuðborgarsvæðinu og éljagangur.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill beina þeim tilmælum til ökumanna og gangandi vegfaranda að sýna mikla tillitssemi og þolinmæði á ferðum sínum nú í morgunumferðinni og fram eftir degi í dag. Nokkur snjór er á götum borgarinnar eftir áhlaupið í gær og þá bæði á akbrautum sem og á gangstéttum.

Lögreglan vill sérstaklega vekja athygli á því að ökumenn bifreiða gætu átt von á því í íbúðarhverfum að gangandi vegfarendur gangi á akbrautum og þá e.t.v. börn sem eru á leið í skóla. Veghaldarar eru að vinna að snjómokstri en það mun taka tíma moka allar götur og gangstíga.

Allar leiðir strætó aka samkvæmt áætlun í dag
Allar leiðir strætó aka samkvæmt áætlun í dag mbl.is/Ómar Óskarsson
Það er víða hált á höfuðborgarsvæðinu og það borgar sig …
Það er víða hált á höfuðborgarsvæðinu og það borgar sig að fara varlega mbl.is/Ómar Óskarsson
Lögreglan biður ökumenn að gæta að gangandi vegfarendum þar sem …
Lögreglan biður ökumenn að gæta að gangandi vegfarendum þar sem ekki er búið að moka allar gangstéttar og stíga. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert