Í mál gegn barnsmóður sinni

Zoe ásamt dóttur sinni.
Zoe ásamt dóttur sinni. Mynd úr einkasafni

Ung bandarísk kona, sem ólst upp að stórum hluta á Íslandi, hefur nú stofnað fjáröflunarsíðu til þess að kaupa þjónustu lögmanns í New York í forræðismáli. Konan heitir Zoe Heisler en faðir barns hennar, sem fæddist í maí, hefur stofnað til málaferla gegn Zoe. 

Að sögn Zoe vill faðirinn hefta ferðafrelsi mæðgnanna og eins og staðan er í dag sér hún ekki fram á að geta greitt fyrir þjónustuna án aðstoðar. Zoe á ekki rétt  á ókeypis lögfræðiaðstoð á vegum kerfisins en er sömuleiðis of tekjulág til þess að geta greitt fyrir þjónustu sérhæfðs lögmanns.

Hún segir að hér sé um velferð og brýna hagsmuni dóttur sinnar að ræða. „Málið snýst um að hún fái að alast upp í öruggu umhverfi, hafi aðgang að tengslaneti fjölskyldu og búi við það öryggi sem hvert og eitt barn verðskuldar,“ segir Zoe á síðunni. 


Upphæðin sem um ræðir er um hálf milljón íslenskra króna. Samkvæmt gofundme.com-síðu Zoe stæði sú upphæð undir upphafskostnaði, en tímagjald lögmanns legðist ofan á og yrði líklega annað eins. Þar sem boðið er upp á greiðsludreifingu fyrir tímagjaldið er það aðeins upphafskostnaðurinn sem umbeðin aðstoð kemur til með að ná til.

„Ég hef reynt allt sem í mínu valdi stendur til þess að reyna að leysa þessar deilur á milli okkar án aðkomu dóms og laga, en án árangurs. Ég er tilneydd að snúa aftur til New York til þess að standa í málaferlum frá Georgia þar sem við höfum nýlega flutt . Ég er búin að leggja niður allar fyrirætlanir um að eyða hátíðunum með fjölskyldu okkar á Íslandi vegna þessarar réttarkvaðningar. Það er í algjörum forgangi hjá mér að leysa úr þessum málum áður en dóttir mín kemst til vits og ára þannig að óstöðugleikinn og streitan hafi sem minnst áhrif á hana og hennar velferð,“ segir Zoe á gofundme-síðu sinni. 

„Allt fé sem safnast mun renna óskipt til lögfræðikostnaðar sem hlýst af þessu máli. Ef málið fellur niður eða ef kostnaður verður óvænt lægri, mun fjármunum að sjálfsögðu skilað til þeirra sem leggja mér lið. Það eina sem fyrir mér vakir er að veita dóttur minni öryggi, fjárhagslegan stöðugleika og ást.“

Hér er hægt að styrkja baráttu Zoe og dóttur hennar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert