Barnshafandi fékk lögreglufylgd

Gatnamótin umræddu.
Gatnamótin umræddu. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Tveir lögreglumenn við umferðareftirlit á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar í Reykjavík fengu í síðustu viku aðstoðarbeiðni frá barnshafandi konu og manni hennar sem óku þar um. Konan var komin með hríðir og barnið væntanlegt í heiminn á hverri stundu og því lá henni á að komast strax á fæðingardeildina.

Töluverð umferð var þegar þetta átti sér stað og því fengu hjónin lögreglufylgd með forgangi á Landspítalann, en þar fæddist þeim dóttir fáeinum mínútum síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert