Bygging útilaugar hefst brátt

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í vikunni byggingarleyfi vegna framkvæmda við Sundhöll Reykjavíkur. Sótt var um leyfi til að byggja útisundlaug, 8,5*25 metra, með nýju anddyri, búningsaðstöðu og tæknirými, með heitum pottum, vaðlaug og rennibraut.

Deiliskipulag vegna byggingar útilaugar við Sundhöllina var samþykkt í borgarráði í maí athugasemdalaust og er því fátt til fyrirstöðu enn. Í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs segir að með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skuli utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum.

Því verður að teljast ansi líklegt að íbúar miðborgarinnar geti innan tveggja ára baðað sig utandyra á sólardögum.

Frétt mbl.is af málinu:

Ný útilaug og pottar í miðborgina

Sundhöllin flaug í gegn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert