Enn ósamið um sendiráðið

Ekki hefur endanlega verið gengið frá samkomulagi um að kaup Bandaríkjamanna á húseigninni að Engjateigi 7 í Reykjavík en viðræður hafa staðið yfir um kaup á því af verktakafyrirtækinu Ístaki. Byggingin var reist árið 2002 og voru höfuðstöðvar fyrirtækisins þar til húsa til skamms tíma. Hugmyndin er að bandaríska sendiráðið verði flutt þangað af Laufásveginum þar sem það hefur verið til húsa frá því að það var opnað árið 1941.

Kristinn Gilsdorf, upplýsingafulltrúi bandaríska sendiráðsins, segir í samtali við mbl.is að viljayfirlýsingin hafi verið undirrituð í sumar um kaup á húseigninni og Bandaríkjamenn hafi mikinn áhuga á að fá hana undir starfsemi sendiráðsins. Hins vegar þyrfti ýmislegt að ganga upp áður en hægt væri að undirrita endanlegt samkomulag. Viðræðurnar snúast meðal annars um breytingar sem gera þurfi á húseigninni. Þess utan þurfi yfir málið með skipulagsyfirvöldum í Reykjavík. Meðal annars með tilliti til öryggisráðstafana sem þurfi að uppfylla.

„En það er eitthvað sem farið verður í þegar búið er að ná samkomulagi um kaup á húsinu. Við erum mjög bjartsýn á að þetta gangi eftir og höfum mikinn áhuga á þessu húsnæði. Þetta myndi henta okkur miklu betur en húsið sem við erum í núna. En þetta er bara ekki komið lengra en þetta. Við erum ennþá í viðræðum um málið.“

Frétt mbl.is: „Víggirða“ nýja sendiráðið

Frétt mbl.is: Bandaríska sendiráðið kaupir hús

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert