Ræddu uppstokkun á rekstri RÚV

Við upphaf fundsins í dag.
Við upphaf fundsins í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það eru nú engin stórtíðindi eftir þennan fund. Stjórnin var fyrst og fremst að fara yfir stöðuna og meta þá vinnu sem þarf að eiga sér stað á næstunni,“ segir Ingvi Hrafn Óskarsson, formaður stjórnar RÚV, aðspurður um stjórnarfund sem fór fram í dag.

„Bæði stjórn RÚV og útvarpsstjóri hafa tjáð sig um fjárlögin eins og þau liggja fyrir og hvað þau munu þýða óbreytt fyrir Ríkisútvarpið,“ segir Ingvi. 

„Á fundinum í dag vorum við fyrst og fremst að horfa á það og lækkun útvarpsgjaldsins á næsta ári. Til þess að mæta því þarf að eiga sér stað stokkun í rekstrinum og það er auðvitað eitt af því sem við erum að skoða á þessu stigi.“

Ræða málefni Ríkisútvarpsins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert