Þúsundir Íslendinga halda í jólasólina

Á sólarströnd.
Á sólarströnd. mbl.is/GSH

Íslenskir „kanarífuglar“ eru eflaust margir hverjir byrjaðir að pakka niður sundfötum og sólarolíu á meðan skammdegi og blindbylur gerir landanum lífið leitt hér heima.

Vel hefur gengið að selja í jólaferðir til Kanaríeyja og seldust fyrstu ferðirnar upp á skömmum tíma. Bættu ferðaskrifstofur við aukaferðum til þess að mæta eftirspurninni. Örfá sæti eru eftir til eyjanna á vegum Heimsferða og Úrvals Útsýnar.

Afslöppun og samverustundir með fjölskyldunni virðast vera helstu ástæður fyrir vinsældum ferðanna, að þvíæ er fram kemur í umfjöllun um ferðir í jólasólina í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert