Yfir 10.000 nýir bílar seldir

mbl.is/Ómar

Þau tíðindi urðu í bílasölu í síðustu viku að þá höfðu selst 10.000 nýir bílar á ári í fyrsta sinn frá efnahagshruninu 2008.

Í lok þeirrar viku höfðu selst 10.152 nýir bílar, þar af 4.376 til bílaleiga, 3.905 til einstaklinga og 1.871 til fyrirtækja annarra en bílaleiga. Til samanburðar höfðu 7.709 nýir bílar selst í sömu viku í fyrra. Heildaraukningin er 32%, að því er fram kemur í greiningu Brimborgar.

Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, segir sölu nýrra bíla til einstaklinga enn mjög litla í sögulegu samhengi og þá minnstu síðan 2003 þegar einstaklingar keyptu 3.512 nýja bíla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert