Enn snjóflóðahætta við Ólafsfjarðarmúla

Það er vetrarfærð um allt land.
Það er vetrarfærð um allt land. mbl.is/Kristján

Vegurinn um Ólafsfjarðarmúla er opin en þar er enn snjóflóðahætta og vegfarendur eru beðnir um að vera ekki á ferð að nauðsynjalausu að sögn Vegagerðarinnar.

Það er hálka og snjóþekja á flestum vegum á Suðurlandi en hálkublettir og hálka á Suðvesturlandi.

Á Vesturlandi er víða hálka og snjóþekja og eitthvað um éljagang. Þæfingsfærð og skafrenningur er í Svínadalnum.

Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum. Ófært og stórhríð er á Steingrímsfjarðarheiði, Þröskuldum og en unnið er að mokstri. Þungfært og þæfingur er í djúpinu en unnið er að mokstri. Þæfingur og stórhríð er á Kleifaheiði, hálfdáni og Hjallahálsi en snjóþekja og skafrenningur er á Gemlufallsheiði. Ófært og stórhríð á Klettshálsi.

Snjóþekja eða hálka er á Norðurlandi og éljagangur. Hálka er frá Húsasvík í Kelduhverfi og í Bakkaflóa. Ófært og stórhríð er á Siglufjarðarvegi og þar er snjóflóðahætta.

Á Austur- og Suðausturlandi er hálka. Þæfingur, skafrenningur og óveður er á Möðrudalsöræfum og Biskupshálsi.

Þæfingsfærð er frá Hvolsvelli og undir Eyjafjöllum. Flughálka er frá Skógum austur að Vík og svo frá Kirkjubæjarklaustri að Gígjuhvísl með óveðri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert