Hafa borðað saman í hálfa öld

Félag íslenskra grjónapunga: Halldór Einarsson, Karl Harry Sigurðsson, Gunnar Kristjánsson, …
Félag íslenskra grjónapunga: Halldór Einarsson, Karl Harry Sigurðsson, Gunnar Kristjánsson, Sigurður Haraldsson, Ólafur H. Jónsson, Hörður Hilmarsson, Pétur Guðmundsson og Garðar Kjartansson. Rax / Ragnar Axelsson

Félag íslenskra grjónapunga er líklega lífseigasti hádegisverðarklúbbur landsins. Hefur komið saman á hverjum virkum degi í hálfa öld til að snæða, spjalla um landsins gagn og nauðsynjar en þó aðallega til að hlæja að sjálfum sér og öðrum. Og nei, þetta er ekki prentvilla, þeir hafa komið saman á hverjum virkum degi frá árinu 1964. Ákveðinn kjarni mætir alltaf, mest harðir Valsarar, aðrir sjaldnar en iðulega er messufært. 

„Hafið þið heyrt um svona hóp?“ spyr Halldór Einarsson, kenndur við Henson, sendinefnd  Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins, sem settist að snæðingi með félagsmönnum eitt hádegið í mánuðinum.  „Það var einhver hópur í sjónvarpinu um daginn sem hafði hist einu sinni í viku í tuttugu og fimm ár,“ heldur Halldór áfram. „Með fullri virðingu fyrir þeim ágæta hópi þykir okkur það ekkert sérstaklega merkilegt.“

Einn stofnfélaganna, Karl Harry Sigurðsson, segir það gjörbreyta deginum að koma inn í þetta samfélag í hádeginu. Menn gegni erilsömum störfum og ómetanlegt sé að lyfta sér á kreik með félögunum.

Halldór tekur undir þetta. „Tilgangurinn er að fara frá erfiðri vinnu og hlæja í klukkustund með félögunum. Það er ekki hægt að lýsa því hvað þetta hefur gert okkur gott.“

Sögunum hreinlega rignir þetta hádegið. Meðal annars af föllnum félaga, Bergi Guðnasyni lögfræðingi, sem er í miklum metum hjá félagsmönnum. Bergur var víst seinheppnari en aðrir Grjónapungar að því leyti að hann fékk iðulega stöðumælasekt fyrir utan Humarhúsið í hádeginu. Varð víst alltaf jafnhissa. „Þetta endaði með því að Begga var boðið á árshátíð Stöðumælasjóðs,“ segir Garðar Kjartansson sposkur og Pétur Guðmundsson fullyrðir að árshátíðin hafi verið lögð niður eftir að Bergur féll frá. Ekki var lengur fjárhagslegur grundvöllur fyrir henni. 

Nánar er hermt af Félagi íslenskra grjónapunga í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Ólafur, Pétur og Garðar í essinu sínu.
Ólafur, Pétur og Garðar í essinu sínu. Rax / Ragnar Axelsson
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert