Læknar funda áfram á morgun

Fundi í kjaradeilu Læknafélags Íslands við íslenska ríkið lauk fyrir skömmu í húsi Ríkissáttasemjara. Annar fundur hefur verið boðaður á morgun kl. 14.

„Við bíðum og sjáum hvort þeir fái aukið umboð,“ segir Sigurveig Pétursdóttir, formaður Samninganefndar Læknafélags Íslands, og vísar þar til umræðu um launalið samningsins.

Hún segir ljóst að ekki né nægilega mikið umboð til staðar fyrir samninganefnd ríkisins sem geti þar af leiðandi ekki boðið læknunum þá hækkun sem þeir telja ásættanlega.

„Við getum sagt að við séum svolítið í sömu sporunum,“ segir Sigurveig aðspurð um stöðu kjaradeilunnnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert