Mikið flutt inn af erlendu nautakjöti fyrir jólin

Framleiðsla á nautakjöti hefur minnkað.
Framleiðsla á nautakjöti hefur minnkað. mbl.is/Árni Sæberg

„Íslendingar eru mjög íhaldssamir á jólamat en við finnum að nautakjöt er að verða vinsælla á hátíðardiski landsmanna. Nautakjöt hefur ekki haft þann sess áður en það er að breytast og við finnum það.“

Þetta segir Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram, að töluvert vanti upp á að framleiðsla á íslensku nautakjöti anni eftirspurn og segir Baldur að tvennt komi þar til.

„Ég held að túrisminn vegi svolítið þungt þar annars vegar og svo er mikill samdráttur í slátrun á kúm,“ segir hann og bendir á að innflutningur á nautakjöti hafi verið meiri á þessu ári en áður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert