Stefnir í met í neftóbaki

Sala á neftóbaki hefur aukist mikið á þessu ári.
Sala á neftóbaki hefur aukist mikið á þessu ári. mbl.is/RAX

Horfur eru á að slegið verði met í sölu neftóbaks á árinu, samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR.

Fyrstu 11 mánuði ársins jókst neftóbakssalan um 20% og seldust 29.649 kg. Á sama tímabili 2013 seldust 24.710 kg, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Árið 2011 var slegið met í sölu neftóbaks en þá seldist 30.231 kg af neftóbaki á heilu ári. Tóbaksgjald á neftóbak hækkaði um 75% í ársbyrjun 2012 og um 100% í ársbyrjun 2013 og hafði það mikil áhrif á verð tóbaksins. Sala á neftóbaki dróst saman ár frá ári 2012 (28.763 kg) og 2013 (27.616).

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert