Vegur þungt í útgjöldum heimila

Eldsneytiskostnaður heimilis sem rekur tvo bíla er nú 160-200 þúsund krónum lægri á ári en þegar olíuverðið varð hæst í krónum talið vorið 2012.

Það átti þá þátt í háu olíuverði að raungengi krónu var lágt. Þetta kemur fram í lauslegri áætlun sem Morgunblaðið vann í samvinnu við Félag íslenskra bifreiðaeigenda og fjallað er um í blaðinu í dag.

Lítrinn af bensíni og dísilolíu kostar nú um 70 krónum minna en í sumar. Til samanburðar hefur meðalverð á bensíni verið um 240 krónur á árinu, eða 37,5 krónum hærra en nú.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert