178 ferðir felldar niður hjá Strætó

Jólasveinarnir hafa haldið áætlun og notað til þess Strætó.
Jólasveinarnir hafa haldið áætlun og notað til þess Strætó. mbl.is/Golli

Strætó bs. hefur orðið að fella niður 178 ferðir á landsbyggðinni það sem af er desembermánuði, fyrst og fremst vegna veðurs og ófærðar.

Flestar hafa ferðirnar verið áætlaðar á Vestur- og Norðurland, eða 80, en á Suðurlandi hafa 48 ferðir verið felldar niður og 50 á Norðausturlandi. Strætó rekur þessar leiðir fyrir viðkomandi landshlutasamtök, sem verða fyrir tekjutapi af þessum sökum, svo ekki sé minnst á þá röskun sem þetta hefur haft í för með sér fyrir farþegana.

Sú ferð sem oftast hefur þurft að fella niður er á leið nr. 57, á milli Reykjavíkur og Akureyrar, eða 66 sinnum frá mánaðamótum til dagsins í gær, að því er fram kemur í umfjöllun um röskun á áætlun Strætó í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert