Deila verðlaunum með 9/11-safninu

Hús formanna er í eigu Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar.
Hús formanna er í eigu Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. mynd/Art Gray

EON arkitektar, stofa Hlédísar Sveinsdóttur, bar sigur úr býtum í tveimur flokkum þegar hið virta hönnunartímarit Interior Design úthlutaði verðlaunum fyrir framúrskarandi verk á árinu 2014 í New York á dögunum. Annars vegar sigraði EON í flokki stærri einbýlishúsa, fyrir Hús formanna við Elliðavatn, sem er í eigu Kára Stefánssonar, og hins vegar í flokki safna/gallería fyrir Heklusetur á Leirubakka. Síðarnefndu verðlaununum deildi EON með arkitektunum sem hönnuðu 9/11-safnið á Manhattan. Verðlaunin eru veitt fyrir fullbyggð verk en EON sá um hönnun bygginganna, að utan sem innan, ásamt lóða- og landslagshönnun.

„Dyr hafa opnast. Það er alveg greinilegt. Við fundum að verkin okkar vöktu athygli á hátíðinni, auk þess sem við vorum kynnt fyrir fjölmörgu fólki í faginu,“ segir Hlédís. „Stofan okkar er orðin þekktara nafn en hún var og búið að sýna fjölmörgu málsmetandi fólki í faginu verkin okkar. Nú er það bara undir okkur komið að vinna úr þessu.“

Interior Design-verðlaunin njóta mikillar virðingar í hönnunargeiranum. Keppnin hefur verið haldin níu sinnum og eru valin verk úr þúsundum verkefna sem skoðuð eru. Að þessu sinni voru verkefnin yfir tvö þúsund. Á hverju ári eru tilnefnd eða valin fjögur til fimm verkefni í úrslit í ýmsum flokkum hönnunar og bygginga, innanhúss og utan.

Nánar er rætt við Hlédísi og fjallað um verkin í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Heklusetur á Leirubakka.
Heklusetur á Leirubakka. mynd/Art Gray
Hlédís Sveinsdóttir arkitekt.
Hlédís Sveinsdóttir arkitekt. mbl.is/Eggert
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert