Ekki samið um stjórnun veiða

Heimaey kemur hlaðin til Eyja með 2.100 tonn af kolmunna.
Heimaey kemur hlaðin til Eyja með 2.100 tonn af kolmunna. mbl.is/Ólafur Óskar

Samningar náðust ekki um stjórnun veiða og skiptingu afla úr stofnum norsk-íslenskrar síldar og kolmunna á fundum strandríkja í London í vikunni.

Hámarksafli var hins vegar samþykktur í báðum tegundum og fyrir 1. maí eiga að liggja fyrir tilkynningar þjóðanna um hvað hver þeirra hyggst veiða á næsta ári.

Fundir um stjórnun veiða á síld og kolmunna árið 2016 hefjast í janúar, en mörg ár tók að ná þeim samningum, sem í gildi voru fram til þessa. Ákveðið var á fundinum að miða við 1.260 þúsund tonna hámarksafla í kolmunna. Evrópusambandið hefur sett fram kröfur um mun stærri hlut en sambandið hefur fengið síðustu ár og sömuleiðis vilja Færeyingar fá aukna hlutdeild, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert