Flughált á suðausturlandi

Mikil hálka er á vegum víða um land.
Mikil hálka er á vegum víða um land. mbl.is/Rax

Vegagerðin varar ökumenn við að vera á ferð á suðuausturlandi. Þar er hálka, krapi, snjókoma og éljagangur og mjög víða. Flughált og mjög erfitt færi frá Eyjafjöllum austur að Fáskrúðsfirði og eru vegfarendur beðnir um að vera ekki á þessum slóðum að nauðsynjalausu, því þar er ekkert ferðaveður.

Á Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði eru hálkublettir.  Það er hálka og snjóþekja á Suðurlandi en hálkublettir og hálka á Suðvesturlandi.

Á Vesturlandi er flughált í Borgarfirðinum, Hvalfirði og á Holtavörðuheiði en hálka og snjóþekja og sumstaðar skafrenningur. Ófært er á Fróðárheiði.

Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum. Þæfingsfærð og skafrenningur á Steingrímsfjarðarheiði en hálka á Þröskuldum. Flughálka er frá Patreksfirði að Kettshálsi. Ófært og lokað er á Hálfdáni, Mikladal og Kleifaheiði.

Snjóþekja eða hálka er á Norður- og Austurlandi og sumstaðar éljar. Snjóþekja og skafrenningur er á Öxnadalsheiði. Flughálka er frá Blönduósi að Skagaströnd.

Oddskarð og Fjarðarheiði er Þungfært . Vatnskarð eystra ófært með óveðri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert