Salerni breytt í sýningarými

Í Bankastræti núll.
Í Bankastræti núll. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Reykjavíkurborg hefur ákveðið að gera eins árs samning við Nýlistasafnið um leigu á húsnæði á Bankastræti 0 þar sem áður voru snyrtingar kvenna og karla.

Óskuðu bæði Samband íslenskra myndlistarmanna og Nýlistasafnið eftir að fá að nýta rýmið til sýninga.

Snyrtingarnar voru lagðar niður árið 2007 og rýmin, sem eru neðanjarðar, voru friðuð og hafa því verið ónotuð síðan. Um er að ræða tilraun til að koma lífi í ónotaða rýmið. Þorgerður Ólafsdóttir, safnstjóri Nýlistasafnsins, segist hlakka til að takast á við þetta verkefni og ætlar safnið að bjóða upp á fjölbreyttar sýningar, viðburði og gjörninga í rýminu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert