Sólin fer hækkandi á lofti frá og með sunnudeginum

Á morgun, sunnudag, verða vetrarsólstöður og þá er stysti sólardagur ársins. Sólstöður eru sú stund þegar sól fer lengst frá miðbaug himins til norðurs eða suðurs og eru þær tvisvar á ári.

Sumarsólstöður eiga sér stað á tímabilinu 20. til 22. júní, þegar sólargangurinn er lengstur, og vetrarsólstöður, sem verða klukkan 23:03 þetta árið, verða iðulega 20. til 23. desember.

Nafnið sólstöður vísar til þess að sólin stendur í stað, það er að segja hættir að hækka eða lækka á lofti. Þrátt fyrir myrkrið munu jólaljósin eflaust lýsa upp daginn enda hátíðarundirbúningur í algleymingi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert