Álag lagt á útsvar í Reykjanesbæ

Reykjanesbær verður með hæsta útsvar á landinu á næsta ári.
Reykjanesbær verður með hæsta útsvar á landinu á næsta ári. Ljósmynd/Reykjanesbær

Reykjanesbær verður með 3,62% álag á útsvar á næsta ári og verður útsvarshlutfall þeirra því 15,05%. Flest sveitarfélög á landinu eru með 14,52% útsvar.

Reykjanesbær er skuldugasta sveitarfélag landsins og þarf að grípa til viðamikilla aðgerða til að bæta fjárhagsstöðuna.

Meðalútsvar á landinu á árinu 2015 verður samkvæmt ákvörðun sveitarfélaga 14,44% og er óbreytt frá árinu 2014. 

Sveitarfélög geta samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga ákveðið útsvar á bilinu 12,44%-14,52%. Af 74 sveitarfélögum leggur 71 á sama útsvar á árinu 2015 og á þessu ári. Tvö sveitarfélög leggja á lágmarksútsvar. Grýtubakkahreppur hækkaði útsvarshlutfallið  en tvö sveitarfélög, Stykkishólmsbær og Ásahreppur, lækkuðu það.

Hér má skoða útsvarshlutfall einstakra sveitarfélaga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert