Bílvelta á Hringbraut

Lögreglumenn á vettvangi nú í kvöld.
Lögreglumenn á vettvangi nú í kvöld. mbl.is/Golli

Ökumaður fólksbifreiðar missti stjórn á ökutækinu með þeim afleiðingum að bifreiðin valt á Hringbraut í Reykjavík í kvöld. Bifreiðin hafnaði á hliðinni og hefur lögregla og sjúkralið verið kallað út.

Varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir í samtali við mbl.is hafi útkallið hafi borist um kl. 21 í kvöld. Ekki liggur fyrir hvort einhver hafi slasast en sjúkrabifreið var send á vettvang. 

Bifreiðin var að aka austur eftir Hringbraut þegar hún valt skammt frá gatnamótunum við Vatnsmýrarveg. Lögreglumenn hafa lokað fyrir umferð á meðan lögregla og sjúkralið eru að athafna sig á vettvangi, en umferð er nú beint í gegnum hjáleið, n.t.t. inn Flugvallarveg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert