Hraunáin rennur 15 kílómetra

Hraunið or orðið tæplega 80 ferkílómetrar.
Hraunið or orðið tæplega 80 ferkílómetrar.

Hraunáin í Nornahrauni hefur nú náð norðausturjaðri hraunsins, í um 15 km fjarlægð frá gígunum. Enn er norðurjaðarinn virkur, en vegna skýja sést aðeins hluti hans.

Nornahraun er orðið tæplega 80 ferkílómetrar. Eldgosið hefur nú staðið í tæplega fjóra mánuði.

Tveir stærstu jarðskjálftarnir síðan á hádegi í gær voru 4,4 stig, báðir með upptök við norðanverða brún öskjunnar. Um tugur skjálfta mældist milli 3 - 4 stig. Alls mældust rúmlega 30 skjálftar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert