Klipptur út úr bíl eftir óhapp

mbl.is/Hjörtur

Slökkviðið á höfuðborgarsvæðinu þurfti að beita klippum til að ná manni út úr bíl sínum eftir umferðaróhapp á Sæbraut á 12. tímanum í gærkvöldi.

Bifreið virðist hafa tekið U-beygju á Sæbraut í veg fyrir aðra bifreið sem ekið var austur Sæbraut. Ökumaður  bifreiðarinnar sem ekið var í veg fyrir slasaðist og var fastur í bifreiðinni. Hann var klipptur út úr bifreiðinni af Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Bifreiðarnar báðar voru mikið skemmdar. Ökumenn og farþegi fluttir með sjúkrabifreiðum á slysadeild til aðhlynningar.

Lögreglan fékk einnig í gærkvöldi tilkynningu um umferðarslys í  Kópavogi. Bifreið var bakkað úr stæði á bifreið sem var ekið þar hjá. Við áreksturinn sló ökumaður höfði sínu í hliðarrúðu sem brotnaði. Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild til aðhlynningar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert